Skógrækt

> beint til bænda

Bindum kolefni

og slettum úr klaufunum.

Kolefni sækir í tré

Það gerir líka fé

Gjöfult gras í skjóli trjáa

Stígum hóflega til jarðar.

Hvaða land getur bundið CO2

Þar má einnig beita fé.

Tré veita líka skjól

Skógrækt er til næstu kynslóða

Skógur gleður

Gömul tugga og ný

Viltu kolefnisjafna

Skógrækt er næst í röðinni

Viltu í skógrækt

Í skógi eru allir með bros eða skeifu.

Ræktum nóg

Smælingjarnir koma upp um síðir

Hugvekja

Kolefnisforði jarðarinnar er í ójafnvægi. Kolefnismagn í andrúmslofti nú á tímum er mun meira en var fyrir 100 árum. Þetta kemur til vegna brennslu á jarðefnaeldsneyti (olíu). Til að ná samskonar jafnvægi og var fyrir öld þarf annars vegar að stöðva olíunotkun úr iðrum jarðar og hins vegar að ná að binda það umfram magn sem nú er komið út í andrúmsloftið, aftur í fast form. Bindingin kolefnis fer fram með orku sólarinnar og vatni, þ.e. ljóstillífun.  Afurð ljóstillífunar er súrefni og kolefnisbinding í formi plöntuvaxtar. Tré eru stærstu lífverur á landi sem ljóstillífa. Aukin skógrækt á skóglausu landi hefur ýmiskonar annan ávinning en eingöngu kolefnisbindingu. Skógrækt er skref að sjálfbærni. Með skógrækt má einni styðja við fæðuöryggi og matvælaframleiðslu, byggð sveita og heilnæmi þjóðar. Kolefnisbrúin vill bjarta framtíð bændur fyrir íslenska þjóð.

Fyrirtæki

Kolefnisbrúin tengir saman bændur við fyrirtæki. Fyrirtæki sem vilja kolefnisjafna sitt starf geta haft samand við Kolefnisbrúna og í sameiningu er fundinn farvegur að kolefnisjöfnun. Bændur eiga land. Fyrirtæki geta laggt lið við að stuðla að matvælaöryggi þjóðarinnar, timburöryggi næstu kynslóða, búsetu á landinu, kolefnisjöfnun landbúnaðar, kolefnisjöfun fyrirtækja og margt fleira.

kolefnisbru@kolefnisbru.is

Kolefnisbindingu með skógrækt á bújörðum

Í samráði við bónda undirbýr Kolefnisbrúin ferlið við að kom upp skógi í þeim megin tilgangi að binda kolefni eftir aðferðafræði SkógarKolefnis.
Bindingin fer fram í trjánum og má meta bindingu trés með því að mæla hæð og þvermál þess.
Úttekt skógarins er fyrst gerð eftir 5 eða 10 ára frá gróðursetningu og fer fram reglulega eftir það. Óháður aðili skoðar mælingarnar og sannreynir hvort aðferðarfræði Skógarkolefnis hafi verið gerð rétt. Þar með fást mælingarnar vottaðar og einingar, eftir forskrift Skógarkolefnis, eru gefnar út.
Útgefnar kolefniseiningar má selja. Verð á kolefniseiningu fer eftir eftirspurn.
Ein kolefniseining er staðfest eitt tonn af bundnu kolefni. Líkt og peningar eru staðfest magn af gulli eða einhverju álíka föstu og áreiðanlegu efni. Hver kolefniseining er því ávísun á eitthvern tiltekin skóg á tilteknum aldri. Það getur verið skógur á landi íslenskra bænda. hefur því tilvísun til einhver ákveðins, til dæmis skógar hjá bónda.

Öll markmið Sameinuðu þjóðanna sameinast undir merkjum Kolefnisbrúarinnar

ENGIN FÁTÆKT

fjölbreyttur og viðamikill landbúnaður veitir störf á búum og samfélögum.

Sjálfbær orka

Plöntur nýta orku sólarinnar með ljóstillífun og færa í ýmis form, svo sem kolefni í viði skógar.

Aðgerðir loftslags

Sóun og losun fortíðar verður að jákvæðum búskap framtíðar.

Ekkert hungur

Því sjálfbærari sem þjóðin ræktar sínar matvörur þeim mun tryggara er framboð.

Góð atvinna/ hagvöxtur

Hringrásarkerfið endurspeglast í landbúnaði. Velferð, samfélag og gæði er haft í hávegum. 

Líf í vatni

Hringrás vatns hefst og endar í hafinu. Heilnæmur landbúnaður heldur hringrásinni við

Heilsa og vellíðan

Heiðarleg upplýsingagjöf til neytenda er jafn mikilvæg og heilnæmi framleiðslunnar

Nýsköpun og uppbygging

Tækifærin eru víða. Því meira sem land gefur því meira er hægt að þyggja af því.

Líf á landi

Bændur rækta landið og gæta.

Menntun fyrir alla

Ungur eða gamall bóndi vilja lengi læra. Opinn og víðsinn hugur er það sem þarf.       

Aukin jöfnuður

Samfélög yrkja landið. Bændur eru hirðmenn, ræktendur og vörslumenn lands. 

Friður og réttlæti

Réttlæti fellst í samhyggð auðlindar móður jarðar. Friður fæst með skilningi og auðmýkt á náttúru og lögmálum hennar.

Jafnrétti kynjanna

Störf í nútíma landbúnaði gera ekki greinamund á kyni. Allir geta unnið að landbúnaði. 

Sjálfbærari samfélög

Lykillinn að sjálfbærum samfélögum er að aðgreina borgir ekki um of frá náttúrunni.

SamVinna um markmiðin

Sameinaðir bændur undir merkjum BÍ munu endurspegla markmiðin í verki.

Hreint vatn og Hreinlæti

Heilbrigt land er gróðri klætt og endurspeglast í meiri, hreinni og jafnari er vatnsbúskap. 

Ábyrg neysla og framleiðsla

Sjálfbær landnýting endurnýjar landsins kosti og gæði.

Viltu í skógrækt

Komdu í samstarf með okkur í skógrækt...

Ég hef áhugaég vil vita meira