Skógrækt
> beint til bænda
Kolefnisbindingu með skógrækt á bújörðum
Í samráði við bónda undirbýr Kolefnisbrúin ferlið við að kom upp skógi í þeim megin tilgangi að binda kolefni eftir aðferðafræði SkógarKolefnis.
Bindingin fer fram í trjánum og má meta bindingu trés með því að mæla hæð og þvermál þess.
Úttekt skógarins er fyrst gerð eftir 5 eða 10 ára frá gróðursetningu og fer fram reglulega eftir það. Óháður aðili skoðar mælingarnar og sannreynir hvort aðferðarfræði Skógarkolefnis hafi verið gerð rétt. Þar með fást mælingarnar vottaðar og einingar, eftir forskrift Skógarkolefnis, eru gefnar út.
Útgefnar kolefniseiningar má selja. Verð á kolefniseiningu fer eftir eftirspurn.
Ein kolefniseining er staðfest eitt tonn af bundnu kolefni. Líkt og peningar eru staðfest magn af gulli eða einhverju álíka föstu og áreiðanlegu efni. Hver kolefniseining er því ávísun á eitthvern tiltekin skóg á tilteknum aldri. Það getur verið skógur á landi íslenskra bænda. hefur því tilvísun til einhver ákveðins, til dæmis skógar hjá bónda.
Öll markmið Sameinuðu þjóðanna sameinast undir merkjum Kolefnisbrúarinnar


Engin fátækt
Fjölbreyttur og viðamikill landbúnaður veitir störf á búinu og í samélaginu.

Sjálfbær orka
Plöntur nýta orku sólarinnar með ljóstillífun og færa í ýmis form, svo sem kolefni í viði skógar.

Aðgerðir loftslags
Sóun og losun fortíðar lagast kolefnisbinding framtíðar. Annað er tímasóun.

Ekkert hungur
Því sjálfbærari sem þjóðin ræktar sínar matvörur þeim mun tryggari er framboð.

Góð atvinna/ hagvöxtur
Hringrásarkerfið endurspeglast í landbúnaði. Velferð, samfélag og gæði er haft í hávegum.

Líf í vatni
Hringrás vatns hefst og endar í hafinu. Heilnæmur landbúnaður heldur við heilbrigða hringrás.

Heilsa og vellíðan
Heiðarleg upplýsingagjöf til neytenda er jafn mikilvæg og heilnæmi framleiddar vöru.

Nýsköpun og uppbygging
Tækifærin eru víða. Því meira sem land gefur því meira er hægt að þyggja af því.

Líf á landi
Bændur rækta landið og gæta.

Menntun fyrir alla
Ungur nemi eða gamall bóndi vilja lengi læra. Opinn hugur og þroskað vit veitir betra yfirlit.

Aukin jöfnuður
Samfélög yrkja landið. Bændur eru hirðmenn, ræktendur og vörslumenn lands.

Friður og réttlæti
Réttlæti fellst í samhyggð auðlindar móður jarðar. Friður fæst með skilningi og auðmýkt á náttúru og lögmálum hennar.

Jafnrétti kynjanna
Störf í nútíma landbúnaði gera ekki tilkall til kyns. Allir geta unnið að landbúnaði.

Sjálfbærari samfélög
Lykillinn að sjálfbærum samfélögum er að aðgreina borgir ekki um of frá náttúrunni.

Samfinna um markmiðin
Sameinaðir bændur undir merkjum BÍ munu endurspegla markmiðin í verki.

Hreint vatn og Hreinlæti
Heilbrigt land er gróðri klætt og endurspeglast í meiri, hreinni og jafnari er vatnsbúskap.

Ábyrg neysla og framleiðsla
Sjálfbær landnýting endurnýjar landsins kosti og gæði.